Utanríkisviðskipti

Efling viðskipta er meðal hornsteina í milliríkjasamskiptum og leggja utanríkisráðuneyti Íslands og Finnlands sitt af mörkum þegar við á, t.d. við aðstoða fyrirtæki við tengsl inn á erlenda markaði.

Ísland og Finnland eiga aðild að fríverslunarsamningum, fjölþjóða viðskiptasamstarfi og tvíhliða viðskiptasamningum og -samskiptum. Hér má nefna stofnanir eins og Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD).

Mikilvægt skref var stigið í evrópsku samstarfi við stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), samstarfsvettvangi aðildarríkja sem nú eru fjögur: Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss. Ísland gerðist aðili að EFTA árið 1970. Finnland varð fullgildur aðili árið 1986.

Í krafti EES-samningsins tekur Ísland ásamt hinum EES EFTA-ríkjunum, Noregi og Liechtenstein, þátt í innri markaði Evrópusambandsins (ESB).

Finnland gekk í ESB árið 1995.

Meðal þess sem Finnar kaupa af Íslandi eru málmar, fiskur og sjávarafurðir á meðan að Íslendingar flytja inn frá Finnum timbur, vélbúnað og tæki sem tengjast flutningum.

Ýmsar finnskar vörur eru vinsælar á Íslandi, t.d. glös, diskar og fleira frá Iittala, skæri frá Fiskars, múmínkaffibollar, gúmmístígvél frá Nokia og farsímar frá samnefndu fyrirtæki.

Finnar borða mest skyr utan Íslands. Íslensk ull er vinsæl í Finnlandi, einnig lýsi og húðvörur.