Samskipti einstaklinga
Samskipti einstaklinga, félagasamtaka og félaga á Íslandi og í Finnlandi eiga sér langa hefð og spanna öll svið samfélagsins, ná til ólíkra aldurshópa, málefna og áhugasviða.
Finnar og Íslendingar hafa sýnt stuðning í verki þegar aðstoðar hefur verið þörf, t.d. á tímum stríða og eldgosa.
Íslendingar sýndu Finnum stuðning í vetrarstríðinu. Rauði krossinn á Íslandi og Norræna félagið stóðu að söfnun meðal almennings. Auk fjárframlaga söfnuðust heimaprjónaðir íslenskir vettlingar og sokkar úr ull.
Í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum árið 1973 tóku Finnar þátt í því að koma upp einingahúsum úr viði fyrir þá einstaklinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín. Í húsunum var gert ráð fyrir finnskri sánu.
Þess má geta að öll norrænu félögin fimm fagna 100 ára starfsafmæli á árunum 2019 til 2024. Norrænt vinabæjasamstarf á sér langa hefð á vettvangi félaganna.