Finnland og Ísland - 75 ára diplómatísk samskipti

18.10.2022

Þann 15. ágúst 1947 tóku Ísland og Finnland upp formlegt stjórnmálasamband. Sendiráð Íslands í Helsinki og sendiráð Finnlands í Reykjavík standa fyrir sýningu um samskipti landanna tveggja í tilefni af 75 ára afmæli diplómatískra samskipta.