Menningarsamstarf

Menningarsjóður Íslands og Finnlands var stofnaður árið 1975 og veitir sjóðurinn styrki til margvíslegra verkefna í þágu fjölbreytts menningarsamstarfs.

Bókmenntir skipa mikilvægan sess hjá báðum þjóðum enda er bókaútgáfa öflug og almenningsbókasöfn aðgengileg.

Háskólasamstarf á sér langa sögu. Lektor í íslensku er starfandi við Helsinkiháskóla. Námsflokkar í báðum löndum bjóða upp á kennslu í íslensku og finnsku fyrir áhugasama. 

Hönnunarsamstarf fer m.a. fram á hönnunarvikunni í Helsinki (Helsinki Design Week) og Hönnunarmars (Reykjavík Design March Festival). Viðburður, sem nefnist ”Design Diplomacy”, er vinsæll í báðum löndum.

Íslenskir listamenn hafa sýnt verk sín á stórum finnskum söfnum undanfarin ár, t.d. í nýlistasafninu Kiasma í Helsinki.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur notið krafta finnskra hljómsveitarstjóra um árabil.

Finnskir og íslenskir kvikmyndaleikstjórar hafa verið reglulegir gestir á kvikmyndahátíðum. 

Í Finnlandi starfa öflug félög áhugafólks um íslenska hestinn og íslenska fjárhundinn.

Helsinki og Reykjavík voru tvær af níu menningarhöfuðborgum Evrópu árið 2000.

Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði Norræna húsið í Reykjavík, miðstöð norræns samstarfs. Húsið var opnað árið 1968.